Auglýsing

Nýtt frá rapparanum sáluga Big Pun—eða svona næstum því: „Fire“ (DITC)

Fréttir

Rúm 19 ár eru liðin frá því að bandaríski rapparinn Big Pun andaðist í White Plains spítalanum í New York. Pun—sem vó 317 kíló á dánarbeðinum—lést af völdum hjartaáfalls þann 7. febrúar árið 2000. Hann var aðeins 28 ára gamall.

Nánar: https://en.wikipedia.org/wiki/…

Líkt og fram kemur á vefsíðunni Ambrosia for Heads hafa flestar upptökur eftir Big Pun heitinn þegar verið gefnar út. Þrátt fyrir það halda samstarfsmenn rapparans og vinir að heiðra minningu hans með því að endurvinna gamlar upptökur. 

Nánar: https://ambrosiaforheads.com/2…

Nýjasta dæmið um slíka viðleitni er lagið Fire sem taktsmiðurinn Buckwild gaf nýverið út á Soundcloud (sjá hér að neðan). Lagið skartar máttarstoðum Terror Squad útgáfufyrirtækisins—þeim Fat Joe, Big Pun og Remy Ma. Reef Hustle syngur viðlagið. 

Að mati blaðamanns Ambrosia, Jordan Commandeur, er lagið sérstakt í ljósi þess að Remy Ma var skjólstæðingur og lærisveinn Pun á meðan hann lifði. Saman sömdu þau lögin Ms. Martin, You Was Wrong og Thug Love saman, meðal annars. Síðan þá hafa þau ekki komið við sögu á sama laginu frá því að fyrsta plata Remy Ma, There’s Something about Remy: Based on a True Story, kom út árið 2006. 

Erindi Big Pun í Fire er frá laginu My World sem er að finna á plötunni Endangered Species sem kom út árið 2001, ári eftir andlát rapparans: 

“F*ck the small talk, ni**as know Pun keep the fo’ cocked /
Don’t walk too fast, might pass through the wrong block /
Don’t stop, keep it movin’, the streets’ll ruin /
The average man, faster than, the motherf*ckin’ teamsters union /

Hér fyrir neðan eru svo nokkur góð lög eftir Big Pun. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing