Í áttunda þætti vefseríunnar Sýrland Sessions flytur söngkonan og lagasmiðurinn Hildur lagið 1993 (sjá hér að ofan).
Líkt og fram kemur í viðtalinu er lagið á persónulegu nótunum og fjallar um að elta sína bernskudrauma:
„Þetta lag er svona svolítið óður til þess að trúa á það sem maður dreymdi um þegar maður var lítil, og láta ekkert stoppa sig, og líka kannski, þegar maður er kominn þangað—að átta sig á því.“
Þess má einnig geta að vefsíðan The Four Oh Five fjallaði nýverið um lagið á síðu sinni.