Söngvarinn Ed Sheeran var gestur Ellen Degeneres í þættinum Ellen í gær (14. febrúar). Ræddi söngvarinn Grammy verðlaunin ásamt því að tala um ferð sína til Íslands í fyrra en eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum ferðaðist hann um Suðurlandið og brenndi sig nokkuð illa á fæti er hann steig ofan í sjóðandi heitan hver:
„Aldrei á ævinni hefur mér liðið eins og ég sé að deyja, en þegar ég rann ofan í hverið hægðist á tímanum og ég hugsaði með sjálfum mér: ,Einmitt, þá er þetta búið.’“
– Ed Sheeran
Viðtalið við Ed Sheeran byrjar á 02:44.