Auglýsing

Nýtt myndband frá Bróður BIG: „Hátalaraspark“

Sumarið 2017 kom platan Hrátt Hljóð eftir rapparann Bróður BIG út á Spotify. Um ræðir fyrstu breiðskífu rapparans en platan inniheldur 17 lög þar sem fjöldinn allur af góðum gestaröppurum kemur við sögu og má þar helst nefna Gísla Pálma, BófaTófu og MC Bjór. 

Meðal þeirra laga sem er að finna á plötunni er Hátalaraspark en Bróðir BIG gaf út myndband við lagið nú á dögunum (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Friðrik Þór Jónsson í samstarfi við Rannveigu Önnu Guðmundsdóttur, Bróður BIG og Jason Daða Guðjónsson. Trausti Atlason sá um klippingu og eftirvinnslu. Takt lagsins smíðaði Hákon Don og var skífuskank í höndum DJ B-Ruff. 

Líkt og fram kom í tilkynningu frá rapparanum á Facebook var myndbandið tekið upp fyrir tveimur árum síðan:

„Loksins, loksins kemur þetta myndband út sem tekið var upp fyrir næstum tveimur árum. Þetta er síðasta myndbandið við lag af plötunni minni Hrátt Hljóð og ég vona að þið hafið gaman af.“

– Birkir Kristján Guðmundsson (Bróðir BIG)

Hér er svo platan Hrátt Hljóð í heild sinni á Spotify.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing