Auglýsing

Undir ratsjánni: meira úr íslenska „underground-inu“

Á lista Spotify yfir 50 vinsælustu lög á Íslandi er að finna 11 íslensk lög – þar af níu rapplög. En þó svo að flæðarmál íslensks rapps fari síhækkandi þá má segja að undirborðið iði einnig af lífi. Í tilefni þess tók SKE saman nokkur góð lög sem óma í neðanjarðarlest íslensks rapps.

KrisH – Öldugangur

KrisH var búinn að sitja á texta lagsins í u.þ.b. hálft ár áður en lagið var loks tekið upp. Lagið pródúseraði Icy G og hyggst KrisH gefa út myndband við lagið – þ.e.a.s. ef lagið fær góða móttökur.

Lefty Hooks – Criminal

Lefty Hooks þekkja eflaust margir sem hinn helmingur tvíeykisins Antlex & Maximum en undanfarið hefur hann getið sér gott orð með reggíhljómsveitinni Lefty Hooks & The Right Thingz. Hljómsveitin stígur á svið næstkomandi 7. júlí á Dillon og 15. júlí á Hard Rock Café í Reykjavík. Lefty Hooks gaf út lagið Criminal fyrir stuttu.

Sdóri feat. Lord Pusswhip – H.U.N.D.R.A.Ð. (prod. by $tarri)

Sdóri úr Landaboi$ gaf út lagið H.U.N.D.R.A.Ð. ásamt Lord Pusswhip síðastliðinn 16. júní en lagið pródúseraði $tarri. Fínasta stöff hér á ferð.

Ró$iii – SWAGA $TÍL (prod. by BNGRBOY)

Ómögulegt að klikka þegar Bngrboy er á bítinu.

https://www.youtube.com/watch?v=eu_RcVwdPV8

La Melo feat. Igna – Sex and Nothing More

Samræði og ekkert annað.

Cocos – Harka

Alla daga harkandi.

https://www.youtube.com/watch?v=B1EXENghzXU

Bjartr – Vil ekki trúa þér

S/O á Secret Solstice.

https://www.youtube.com/watch?v=CCcuS2fuYIA

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing