Marteinn Hjartarson, betur þekktur sem BNGRBOY, sendi frá sér fimm ný bít á SoundCloud síðu sinni í gær. Fyrir þá sem ekki þekkja Martein þá er hann pródúsentinn á bakvið lög á borð við Tala um og Meira eftir GKR, Kalla mig hvað? eftir Reykjavíkurdætur og Bing eftir Martein sjálfan.
Bing var í 14. sæti árslista útvarpsþáttarins Kronik yfir bestu íslensku rapplögin árið 2016. Tala um var í 2. sæti og Meira í 10. sæti.
Nánar: https://ske.is/grein/20-bestu-i…
Hér fyrir neðan má hlýða á nýju bítin hans Marteins: