Auglýsing

Bandstrikið snýr aftur – sýrukenndar kenningar um nýjustu plötu JAY-Z

Erlent

Nýverið tilkynnti rapparinn Jay Z að hann væri búinn að taka upp bandstrikið í nafni sínu á nýjan leik, og ekki nóg með það – heldur á nafn hans héðan í frá að vera ritað með stórum stöfum: 

JAY-Z. 

Hvað þetta þýðir nákvæmlega er erfitt að segja.

Sumir hafa velt því fyrir sér (ég) hvort að rapparinn sé að reyna að sporna við útrýmingu bandstriksins, sem á tímum internetsins hefur átt undir högg að sækja; ensk orð á borð við Bumble-beeice-cream og pot-belly hafa öll glatað bandstrikinu – og, kannski, þar með, sjálfsvirðingunni líka?

En þó verður þessi kenning að teljast frekar ósennileg.

Líklegast hefur þessi ákvörðun meira að gera með uppruna orðsins hyphen en orðið á rætur að rekja til forngrískunnar, til orðanna hypó og hén, sem þýða bókstaflega undir og einn og gefur orðið hyphen þar með til kynna ákveðna einingu

Bandstrikið er sameiningartákn, sjáðu.

(Dæmi: Þegar pör í Bandaríkjunum eða Englandi gifta sig, sem og í öðrum löndum þar sem sambærileg lenska tíðkast, og ákveða að halda í eftirnöfnin sín, þ.e.a.s. að taka ekki einungis upp eftirnafn karlmannsins, kemur bandstrikið að góðum notum, t.d. þegar raunveruleikastjarnan Lorenzo Lamas giftist Shawna Craig árið 2011 þá tóku þau bæði upp nafnið Lamas-Craig með aðstoð bandstriksins).

Er þar með hægt að álykta að endurupptaka bandstriksins sé táknræn athöfn þar sem rapparinn JAY-Z – með því að innleiða umrætt sameiningartákn á ný – hvetur mannfólkið til frekari samstöðu? 

Er hann með þessu að segja: „Mitt tvískipta nafn stendur fyrir óeiningu mannkynsins, en þar sem áður fyrr voru engin tengsl – einvörðungu tómarúm og þögult bil – hef ég nú reist sýnilega brú.“? 

Þessi kenning fær aukið vægi þegar maður gaumgæfir nýja stiklu fyrir nýjustu plötu rapparans 4:44 (sem kemur út á föstudaginn, 30. júní) en þar getur að líta ungan, þeldökkan mann, íklæddan bol með orðunum Stay Black á framanverðu, á hlaupum undan einhverju hættulegu fyrirbæri, að svo virðist (sjá hér fyrir ofan).

Er einhvern tenging þar á milli?

Getur það verið að þessi stikla varpi daufu ljósi á endurupptöku bandstriksins: Er JAY-Z að kalla eftir aukinni sameiningu í bandarísku samfélagi, í þann mund sem hann fordæmir ofbeldið sem þeldökkt fólk sætir af hálfu lögreglumanna?

Í þessu ljósi má velta því fyrir sér hvort að sú staðreynd að nafnið JAY-Z sé ritað með hástöfum sé snjöll leið rapparans til þess að undirstrika eigið mikilvægi – og, um leið, mikilvægi annarra þeldökkra þegna í Bandaríkjunum, sumsé: 

Black Lives Matter. 

Að sjálfsögðu eru þetta bara sýrukenndar og meinlausar hugleiðingar sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.

En þó.

Maður leyfir sér að velta vöngum.

Getur það verið að titill plötunnar sjálfrar, 4:44, í þessu ljósi, tengist bandstrikinu? 

Þó svo að margir hafa bent á mikilvægi tölustafsins 4 í lífi JAY-Z (hann fæddist 4. desember; konan hans, Beyoncé, fæddist 4. september; tengdarmóðir hans fæddist 4. janúar; o.s.frv.) eru aðrir sannfærðir um að talan 44  í raun tilvísun í Barack Obama, fertugasta og fjórða forseta Bandaríkjanna. 

Ef titill plötunnar er lesinn upphátt eru orðin svohljóðandi: „For 44,“ sumsé Fyrir, eða „Tileinkað, fertugasta og fjórða (forseta Bandaríkjanna).“  

Bæði JAY-Z og Barack Obama hafa lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn áframhaldandi ofbeldi í garð þeldökkra af hálfu hvítra (oftast) lögreglumanna: JAY-Z hefur lagt Black Lives Matter hreyfingunni lið með rausnarlegum fjárstuðningi og Barack Obama talaði af mikilli mælsku gegn fyrrnefndu ofbeldi þegar á valdatíð hans stóð.

(Einnig er áhugavert að ákveðinn samhljómur er með fyrrnefndum rótum orðsins hyphen til orðanna forngrísku sem merkja undir og einn og bandaríska hollustueiðnum („Pledge of Allegiance“) en lokaorð eiðsins eru einmitt: ONE nation, UNDER God.“) 

Hvað sem þessum langsóttu kenningum líður, þá er SKE að minnsta kosti á því að heimurinn þarnfast samheldni nú meira en oft áður – og fögnum við því að JAY-Z hafi ákveðið að taka upp bandstrikið á ný.

Því bandstrikið er, jú, sameiningartákn.

PS: Einnig veltum við því fyrir okkur hvort að titill plötunnar sé tilvísun í fjórða kapítula Jóhannesarguðspjallsins en þar er ritað:

„En sjálfur hafði Jesús sagt, að spámaður væri ekki metinn í föðurlandi sínu.“ 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing