Auglýsing

Miðasala á Young Thug hafin

Miðasala á tónleika rapparans Young Thug, sem stígur á svið í Laugardalshöll næstkomandi 7. júlí, hófst í morgun. Almennt miðaverð er 9.900 krónur og geta áhugasamir tryggt sér miða á tix.is. Nýverið sögðu tónleikahaldarar frá því að breska tvíeykið Krept and Konan muni sjá um upphitunina en fleiri upphitunaratriði verða tilkynnt síðar. 

Róbert Aron Magnússon, þáttastjórnandi Kronik á X-inu 977 og annar af tónleikahöldurunum, lýsti þróun viðburðarsins á eftirfarandi veg í fréttatilkynningu frá því í fyrradag: 

„Þessir tónleikar verða bara betri og betri. Young Thug er á hápunkti ferils síns og Krept and Konan eru eitthvað það ferskasta og mest spennandi sem hefur komið úr bresku hip-hop senunni á undangengnum árum.”

– Róbert Aron Magnússon (Robbi Kronik)

Ekkert aldurstakmark verður á tónleikana sjálfa en áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum á tónleikasvæðinu. Tónleikagestir hafa þann möguleika að sitja utandyra og gæða sér á „street food“ frá hinum ýmsu heimshornum, bæði á undan og á meðan á tónleikunum stendur.  

Hér fyrir neðan má hlýða á lögin Wyclef Jean eftir Young Thug og Freak of the Week eftir Krept and Konan. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing