Grínistarnir Hamish Blake og Andy Lee stýra útvarpsþættinum the Hamish & Andy Show í Ástralíu, vinsælasta útvarpsþætti í sögu Ástralíu (um 1 milljón manns niðurhala þættinum í hlaðvarpsformi í hverri viku).
Fyrir stuttu hringdi Hamish Blake í símanúmer af handahófi til þess að grennslast fyrir um hvort að óbreyttur Ástrali væri tilbúinn til þess að veita honum meðmæli fyrir væntanlegt starfsviðtal. Fyrir tilviljun virtist hann hafa hringt í bónbesta mann Ástralíu, James.
Símahrekkurinn klifraði nýlega upp í toppsæti Reddit, forsíðu internetsins.