Auglýsing

Twitter bregst við „hinum breska“ 21 Savage: „Sir Savage the 21st“

Líkt og fram kom á BBC í nótt hefur „bandaríski“ rapparinn Shayaa Bin Abraham-Joseph—betur þekktur sem 21 Savage—verið handtekinn af innflytjendastofnun Bandaríkjanna (ICE).

Nánar: https://www.bbc.com/news/world…

Þá liggur Abraham-Joseph undir grun um að hafa villt á sér heimildir: að vera ekki bandarískur ríkisborgari og hafa þar af leiðandi ekki landvistarleyfi. 21 Savage hefur haldið því fram að hann sé frá borginni Atlanta í Georgíu ríki Bandaríkjanna.

Samkvæmt fréttamiðlum vestan hafs liggur grunur á því að 21 Savage sé í raun og veru breskur ríkisborgari sem „á að hafa komið til Bandaríkjanna frá Bretlandi sem unglingur og dvalið í landinu lengur en yfirvöld höfðu leyft,“ líkt og fram kemur á Vísir.is. 

Nánar: https://www.visir.is/g/20191902…

Sem fyrr er engin miskunn á Twitter. Notendur samfélagsmiðilsins voru ekki lengi að gera sér mat úr fréttinni og hafa fjölmargir hlýtt á texta rapparans nýjum eyrum (sjá hér að neðan).  

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing