Auglýsing

Alicia Keys semur lag fyrir nýja Disney mynd

Þann 30. september næstkomandi verður nýjasta kvikmynd Disney frumsýnd. Myndin ber titilinn Queen of Katwe og skartar leikurunum David Oyelowo og Lupita Nyong’o. Kvikmyndin fjallar um ævi Ugandabúans og skáksénísins Phiona Mutesi.

Eitt af lögunum sem mun hljóma í kvikmyndinni er Back to Life eftir bandarísku söngkonuna Alicia Keys. Lagið kom út síðastliðinn föstudag og þykir sérdeilis vel heppnað. Lagið byrjar sem klassísk píanó ballaða en umbreytist síðar í hálfgerðan EDM slagara um miðbik lagsins. Blaðamenn vestanhafs velta því nú fyrir sér hvort að Back to Life gæti skilað Alicia sínum fyrstu Óskarsverðlaunum (Alicia Keys hefur unnið 15 Grammy verðlaun).

Hér fyrir neðan má einnig sjá stiklu úr Queen of Katwe.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing