Fréttir
Nýverið var kanadíska rapparanum Lil Berete bannað að skjóta fleiri tónlistarmyndbönd í heimahögum sínum í Regent Park, Toronto; þar sem um félagsíbúðir eru að ræða kráfust yfirvöld þess að rapparinn myndi framvegis verða sér úti um tilskilin leyfi.
Kemur þetta fram í bréfi sem borgaryfirvöld rituðu rapparanum í september í fyrra (sjá hér að neðan). Í bréfinu er einnig tekið fram að sérstök trygging—sem nemur tæpum 600 milljónum króna—sé nauðsynlegt skilyrði þess að skjóta slík myndbönd á lóð félagsíbúðahverfisins.
Nánar: https://www.kanyetothe.com/for…
Í upphafi bréfsins er tekið fram að ef rapparinn fari ekki eftir þessum tilmælum gæti óhlýðnin verkað neikvætt á stöðu hans sem leigjanda.
Í ljósi umrædds banns gerði rapparinn sér lítið fyrir og hoppaði til Íslands og skaut tónlistarmyndband við lagið Go N Get It þar (sjá efst). Samkvæmt vefsíðu breska tímaritsins RWD Magazine var Ísland fyrir valinu þar sem samstarfsmaður Berete í laginu, rapparinn Loski, er búsettur í Lundúnum; Ísland er því afar heppilega staðsett—mitt á milli Toronto og Lundúna.
Myndbandinu leikstýrði Kirx og var taktsmíð í höndum 169. Þess má geta að innan við sólarhringur er liðinn frá útgáfu myndbandsins á Youtube en þegar hafa tæplega 100.000 manns horft á myndbandið.
Nánar: https://rwdmag.com/torontos-lil…
Hér fyrir neðan eru fleiri lög eftir Lil Berete.