Auglýsing

„Carpool Rap-í-ókí:“ Dóri DNA ræðir nýju ljóðabókina og rappar í bílnum

Í bílnum

Nýverið fór SKE á rúntinn með grínistanum og ljóðskáldinu Dóra DNA en rúnturinn var liður í nýrri myndbandsseríu SKE sem ber titilinn Í bílnum (sjá hér fyrir ofan).

Tilefni rúntsins – ef hægt er að tala um slíkt – var útgáfa ljóðabókarinnar Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um á meðan ég er að keyra en í viðtalinu lýsir Dóri bókinni á eftirfarandi veg: 

„Ég kalla þetta stílæfingu í hversdagslegum hryllingi; þetta eru ýkt og blásinn ljóð … það sem ég pældi mest í með þessari ljóðabók er hvað er mikið í húfi, hvað er mikið í húfi fyrir venjulegan fjölskylduföður og móður. Hvað það má ekkert klikka og hvað allt er afdrifaríkt. En svo er þetta bara orð á blaði og það er gaman að lesa þau.“

– Dóri DNA

Rúm tvö ár eru liðin frá útgáfu fyrstu ljóðabók Dóra, Hugmyndir: Andvirði 100 milljónir, en líkt og fram kemur í viðtalinu hefur Dóri temprað væntingar sínar talsvert: „Síðast þegar ég gaf út ljóðabók þá hélt ég auðvitað að hún myndi breyta heiminum … en það er öllum svona nokkuð drullusama.“ 

Hér er svo hlekkur á viðtal við Dóra DNA á Vísi.is þar sem hann ræðir fyrrnefnda ljóðabók:

https://www.visir.is/g/20171711…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing