Auglýsing

Björk á blaðamannafundi sem tölvugerð þrívíddarmynd (Myndband)

Björk kom fram á blaðamannafundi í Somerset House í London í gær sem „live avatar,“ þ.e.a.s. í formi tölvugerðar þrívíddarmyndar sem síðan var varpað á skjá með aðstoð tækninnar.

Samkvæmt Rolling Stone fór blaðamannafundurinn þannig fram að Björk, sem var staðsett í Reykjavík, klæddist XSens búningi sem streymdi hreyfingu söngkonunnar til tölvu í London, þar sem þrívíddar forrit vann úr gögnunum og varpaði tölvugerðri þrvíddarmynd af Björk á skjá (þrvíddarmyndin minnti helst á litríkan, loftkenndan álf.)

Blaðammanfundurinn var haldinn í tilefni af rafrænni listsýningu sem Björk stendur fyrir í Somerset House í september og október.

Á blaðamannafundinum var hún spurði út í hugtakið útópía, sem verður í ákveðnum forgrunni á væntanlegri plötu (næsta plata verður víst aðeins bjartari en Vulnicura):

„Bæði svartsýnismenn og útópíumenn hafa gildar skoðanir, en bölsýnismenn laða oftar en ekki að sér mikið af myrkum hlutum og umvefja sjálfa sig með svartri leðju … en ef þú einbeitir þér að ljósinu, þá blómstra fræin sem þú hefur sáð og verða að plöntum og þú verður umvafinn frjósemi og ljósi. Það er mikilvægt að einbeita sér að ljósinu, að nálgast ljósið af ásetningi. Ég held að ég sé svolítið þannig.

– Björk

Umrædd sýning var frumsýnd í Sydney og fór þaðan til Tokyo. Sýningin fer fram í Somerset House í London frá 1. september til 23. október.

Nánar: https://www.rollingstone.com/music/news/see-bjork-t…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing