Auglýsing

Afmæli Vans – Off the wall

Réttið upp hönd allir sem hafa átt Vans skó. Ef ekki þá hafið þið eflaust átt vini eða þekkt einhvern sem hefur gengið í Vans. Þú hefur a.m.k. séð Vans skó á þinni ævi, því get ég lofað.

Vans, eitt þekktasta hjólabretta skómerki í heimi, á 50 ára afmæli núna í ár.

Afmælinu var fagnað um daginn með fleiri daga partý og tónleikum í House of Vans búðum um allan heim, þar á meðal í Mexico city, Sao Paolo, Kuala Lumpur, Toronto, Austin Texas. Aðal partýið fór fram í Brooklyn í New York og atriðin voru ekki af verri kantinum.

Nas, Erykah Badu, Wu Tang Clan, Dizzee Rascal, The kills og Whye Oak voru á meðal þeirra sem spiluðu fyrir fólkið, atvinnu brettafólk og stjörnur mættu. Til sýnis voru skór frá mismunandi tímabilum í sögu Vans, samstarfsverkefni með tónlistarfólki og skór framleiddir í takmörkuðu upplagi.

Einnig gefa Vans út sérstaka „afmælis“ skólínu í tilefni þess að hafa náð þessum hálfrar aldar áfanga. ”Checkered Past” heitir línan sem samanstendur af 10 hluta línu af skóm og bakpokum. Þetta eru skór í klassíka Vans stílnum sem er orðin táknmynd fyrir merkið; Taflborðs munstur.

Vanalega er munstrið prentað á canvas efnið en í þessari línu takmarkaðs upplags, sem bara fæst gegnum premium merki Vans; Vault by Vans, er munstrið ofið úr leðri og skó týpurnar eru klassískar týpur úr sögu Vans einsog Original Classics, the OG Classic Slip-On LX og OG Sk8-Hi LX .

Ég væri mjög til í lágu OG Classic slip-on LX sem skó vorsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing