Tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum lauk í gær (sunnudaginn 18. júní).
Fram komu margar erlendar stórstjörnur á borð við The Prodigy, Foo Fighters, Young M.A., Anderson .Paak, Big Sean, Pharoahe Monch, Roots Manuva og Rick Ross – en sá síðastnefndi gaf sér tíma til þess að ræða við SKE og Kronik fyrir tónleika sína í gær (sjá hér fyrir ofan).
Ræddi hann meðal annars áhuga sinn á íslensku rappi; hver væri besti rappari allra tíma, að hans mati; og hvaða lög sem hann samdi sjálfur væru í sérstöku uppáhaldi.
Í byrjun viðtalsins segist rapparinn hafa komið við á KFC stuttu eftir að hann lenti á Íslandi en sjálfur á Rick Ross yfir 30 Wingstop veitingastaði í Bandaríkjunum.