Á morgun, sunnudaginn 18. júní, blæs Overground Entertainment til heljarinnar veislu í Grasagarðinum en um ræðir einskonar rapp maraþon þar sem hvorki meira né minna en 13 atriði stíga á svið á kaffihúsinu Flóran og flytja rímur. Einnig býðst áhugasömum tækifæri til þess að rífa í hljóðnemann undir lok kvölds.
SKE spjallaði við Birkir Kristján Guðmundsson, einn aðstandendanna tónleikanna, í gær:
„Overground Entertainment er í raun bara lítið tónleikabatterí. Við höfum hingað til haldið tónleika á Húrra og Gauknum og fengið menn eins og Gísla Pálma og Alexander Jarl með okkur í lið. Í þetta skipti ákváðum við að halda smá tónleika og fá sem flesta sem spila klassískt Hip-Hop í bland við ,new school’ og reggí líka. Það mætti kalla okkur Solstice ,rejects’ en þó eru líka nokkrir listamenn sem spila einnig á Secret Solstice, eins og t.d. Southern Demon Herd og Holy Hrafn.“
– Birkir Kristján Guðmundsson
Dagskráin er svohljóðandi:
Vegan Klíkan 15.30 – 15.55
HOLY HRAFN 16.00 – 16.25
Ró$iii 16.30 – 16.50
Lefty Hooks & The Right Thingz 16.55 – 17.20
Rímnaríki 17.25 – 17.50
Orðljótur 17.55 – 18.10
Steinbítur 18.15 – 18.25
Seppi 18.30 – 18.45
Friðrik Þór Jóhannsson 18.50 – 19.15
ZETAN 19.20 – 19.35
HÁSTAFIR: MC Bjór, Bróðir BIG, Morgunroði & Gráni 19.40 – 20.20
Jói Dagur (Þriðja Hæðin) 20.25 – 20.45
The Souther Demon Herd [US] 20.50 – 21.30
Open MIC 21.30 – 22.00
Nánar: https://www.facebook.com/event…