Rapparinn Crank Lucas gaf út eftirfarandi myndband fyrir stuttu þar sem hann hermir eftir mismunandi stílum rappara í gegnum árin.
Tilgangur myndbandsins er að sýna fram á það hvernig rapptónlist hefur þróast síðastliðin 40 ár og ef marka má textann sem fylgir myndbandinu virðist sem Crank Lucas sé á þeirri skoðun að rapptónlist eftir 2010 sé óskiljanleg (WTF?).
Flestir þeir notendur sem kommentera á myndbandið virðast sammælast um það að ’90s Hip-Hop-ið sé í ákveðnu uppáhaldi. Aðrir vilja meina að myndbandið sé merki um auðsæilega hnignun rapptónlistarinnar; sitt sýnist hverjum.