Auglýsing

20 bestu íslensku rapplögin frá árinu 2016 (Kronik)

Síðastliðið laugardagskvöld var fjallað um allt það sem bar hæst í heimi Hip-Hop tónlistar árið 2016 í útvarpsþættinum Kronik á X-inu 977.

Skipuðu þeir Benedikt Freyr og Róbert Aron, umsjónarmenn þáttarins, sérstaka nefnd álitsgjafa til þess að raða í þrjá lista: 25 bestu erlendu rapplögin, 10 bestu erlendu plöturnar og 20 bestu íslensku rapplögin. 

„Já, við sátum alveg rennsveittir við þetta nánast fram á nótt á föstudaginn. Þetta var gríðarlega erfitt val og allir með sínar meiningar. En þetta hafðist á endanum.“

– Benni B-Ruff

Hér fyrir neðan má sjá lista Kronik yfir 20 bestu íslensku rapplögin árið 2016. Álitsgjafar Kronik voru Egill Ásgeirsson (DJ Egill Spegill), Karítas Óðinsdóttir (DJ Karítas), Benedikt Freyr Jónsson (DJ B-Ruff), Björn Valur Pálsson (úr sxsxsx), Ragnar Tómas Hallgrímsson (blaðamaður), Stefán Þór Hjartarson (blaðamaður) og Bjarni Jónsson. 

20. Frosty X Peter Overdrive – Beats Með Dýfu

Beats með dýfu er að finna á plötunni Júragarðurinn sem þeir Frosty og Peter Overdrive sendu frá sér snemma árið 2016.

19. Shades of Reykjavík – Sólmyrkvi

Sólmyrkvi kom út síðasta sumar og voru álitsgjafar sammála um að hér væri á ferðinni einstaklega seiðandi bít og gott rapp. 

18. BlazRoca – FÝRUPP

„Hvernig viltu steikina?“ 
Audda Blö / 
Er ekki Ásdís Rán  
En ég er með í vör / 
Hausverk allar helgar:  
Siggi Hlö /  
Sé lífið gegnum rör /  
Sæll og blaze,  Venur! /

17. Geimfarar Byrkir B og 7berg – Hvíti galdur

Hvíti galdur skoraði hátt hjá álitsgjöfum Kronik: feitt bít, feitar rímur.

16. Aron Can – Rúllupp

Flestir voru á því að ungstirnið Aron Can hafi átt árið 2016. Rúllupp var eitt af lögum ársins. 

15. Alexander Jarl og Aron Can – No Deal

Tveir stórlaxar í sömu á. 

14. Marteinn – Bing

„Instrumental“ lagið Bing stóð upp úr sem eitt af bestu lögum ársins. 

13. Kilo – Magnifico

Keflvíski Vape-strompurinn Kilo stal senunni  með Magnifico

12. Cheddy Carter – Yao Ming

Yao Ming er að finna á EP plötunni Yellow Magic sem þríeykið Cheddy Carter sendi frá sér í fyrra. 

11. Alvia Islandia – Ralph Lauren Polo

Platan Bubblegum Bitch með Alviu Islandia vann til Kraumsverðlauna árið 2016 og lagið Ralph Lauren Polo þótti sterkt. 

10. GKR – Meira

2016 var stórt ár fyrir GKR en hann gaf út plötuna GKR sem innihélt góð lög á borð við Meira, Tala um og Treysta mér, sem öll skoruðu hátt hjá álitsgjöfum Kronik. 

9. Tiny – Thought U Knew

Rapparinn Tiny og pródúsentinn Marteinn leiða saman fáka sína í laginu Thought U Knew (part 1). Gott lag, góðar rímur.

8. Aron Can – Grunaður

Aron Can var grunaður senuþjófur árið 2016. 

7. Sturla Atlas – Mean 2 U

Sturla Atlas sendu frá sér mixtape-ið Season2 í fyrra. 

6. Emmsjé Gauti – Reykjavík

Gott lag, gott myndband. 

5. Herra Hnetusmjör – 203 Stjórinn

God damn, hvað ég er svalur / 
God damn, hvað ég er svalur /  
Hver hefði haldið að Kópavogsdrengur  
Með gleraugu og bumbu  
Yrði svona kaldur!? 

3. Emmsjé Gauti og Aron Can – Silfurskotta

Gulldrengurinn Gauti með útvarpsvænan slagara ásamt Can-aranum. 

3. Gísli Pálmi – Roro

Fá lög fengu jafn mikið „hate“ á Youtube og Roro.

2. GKR – Tala um

Einn mesti erynarormur ársins: Hvað er-tu að tala um … 

1. Aron Can – Enginn mórall

Lag ársins. Engin spurning. 

Hér er svo „Honorable Mentions“ listinn, þ.e.a.s. þau lög sem voru ekki langt frá því að rata inn á listann:

CYBER Drullusama

Alexander Jarl Allt undir

Reykjavíkurdætur Tista

XXX Rottweiler – Negla

Baddmann – Bananar

Kött Grá Pje Koddíkossaslag

Quarashi  Chicago

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing