Í kvöld verður útskriftarsýning leikara við Listaháskóla Íslands frumsýnd í Smiðjunni (Sölvhólsgata 3). Sýningin ber titilinn Við Deyjum á Mars og skartar meðal annars söngvarann Sigurbjart Sturla Atlason (Sturla Atlas). Uppselt eru á fyrstu tvær sýningar en verkið verður sýnt samtals 12 sinnum, frá kvöldinu í kvöld til og með 3. maí.
Sýningin er hluti af útskriftardagskrá LHÍ, en útskriftarsýning bakkalárnemanda í myndlist-, hönnunar- og arkitektúrdeild opnar á morgun í Listasafni Reykjavíkur (opið á milli 14:00 og 17:00). Sýningin stendur til 8. maí og er opin daglega frá 10:00 til 17:00 og á fimmtudögum á milli 10:00 og 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Í tilefni útskriftarsýningarinnar setti SKE sig í samband við herra Atlas og lögðum fyrir hann nokkrar viðurkvæmilegar spurningar.
Þú og samnemendur þínir frumsýnið verkið Við deyjum á Mars í kvöld (22.04.2016), en verkið er jafnframt útskriftarverkefni leikara í Listaháskóla Íslands. Hvað getur þú sagt okkur um verkið?
Þetta er nýtt íslenskt leikrit eftir Jónas Reyni Gunnarsson sem er sérstaklega skrifað sem útskriftarverkefni fyrir bekkinn minn. Leikritið fjallar um persónur í raunveruleikaþætti sem eru stödd um borð í geimskipi á leiðinni til Mars þar sem þau ætla að eyða restinni af ævinni og byggja upp nýtt samfélag. Persónurnar eiga það allar sameiginlegt að þeim ætti ekki að vera treyst fyrir þessu verkefni sem fer síðan smátt og smátt úr böndunum.
Verkið er sýnt á hverju kvöld á tímabilinu 22. apríl til og með 3. maí. Þetta er rosaleg keyrsla.
Já, þetta er mikil keyrsla en alveg nauðsynleg á þessum tímapunkti í skólanum. Maður lærir rosalega mikla tækni og mismunandi aðferðir við að leika í náminu en maður fær ekki jafn mikla reynslu af því að leika fyrir fullan sal af fólki, þannig að ég er mjög þakkláttur fyrir það að fá að sýna þetta 12 kvöld í röð.
Hvert er stefnan tekin eftir útskrif? Borgarleikhúsið? Þjóðleikhúsið? Hollywood? Wanda kvikmyndagarðinn í Kína?
Maður spilar það bara eftir eyranu, hver veit hvað gerist. 101 boys „reality tv“?
Hver er mikilvægasta lexían sem þú hefur lært í Listaháskólanum?
„One life, live it.“ – Bob Marley
Hefur leiklistin haft áhrif á myndbandstökur Sturla Atlas?
Ég veit það ekki. Mér finnst þetta allt saman haldast í hendur, hvort sem það er að syngja á tónleikum, leika í leikriti eða taka upp myndband. Það hefur pottþétt hjálpað að einhverju leiti.
Uppáhalds lag í dag?
Ég get ekki hætt að hlusta á Aron Can: Allt með honum. „Young cool guy.“
Hvern styður þú til embættis Forseta Íslands?
Andra Snæ.
Hvað finnst þér um atburði síðustu daga í íslenskri pólitík?
Mjög leiðinlegt fyrir mig og alla íslendinga nær og fjær.
Er Kanye/Atlas Collab-ó í deiglunni?
Joey Christ X Kim Kardashian collabið gæti leitt til ýmissa hluta.
Ert þú fylgjandi þróunarkenningu Darwin – og ef svo er, eru sumir meiri apar en aðrir?
Ha? apar eru apar… ekki flókið, vinur.
Við þökkum Sturla kærlega fyrir spjallið. Hér er Aron Can og sígildur Sturla.