Fréttir
Rúmlega 400.000 manns eru áskrifendur að Youtube-rásinni Mango Street en umsjónarmenn rásarinnar sérhæfa sig í framleiðslu kennslumyndbanda fyrir ljósmyndara.
Í gær (8. nóvember) birti síðan nýtt myndband sem ber titilinn Iceland is a Floating Contradiction (Ísland er fljótandi þversögn) en um ræðir einskonar stuttmynd sem tekin var upp sumarið 2015 og í september á þessu ári (sjá hér fyrir ofan).
Í stuttmyndinni getur að líta fjölda þekktra staða á Íslandi er ljósmyndarinn Rachel Gulotta les upp ljóð tileinkað eyjunni. Megin þema ljóðsins er, eins og titillinn gefur til kynna, að eyjan Ísland einkennist af andstæðum og mótsögnum:
„Eitt sinn var eitthvað sérstakt við Ísland. Það var ósnortið. Náttúran þétt, íbúarnir strjálir. Síðan þá hefur eyjan breyst. Líkt og tektónískar tilfærslur. Það er erfitt að ímynda sér að það verði einhvern tímann samt aftur. En Ísland er meistari mótsagnarinnar.“
– Rachel Gulotta
(Þess má einnig geta að Youtube-rásin Travel Feels birti neðangreint myndband frá Íslandi í gær.)