Reykjavíkurdætur koma fram á tvennum tónleikum um helgina: föstudaginn 27. janúar verða dæturnar á Græna Hattinum á Akureyri og halda svo til heimabæjar síns laugardaginn 28. janúar þar sem þær ætla að rífa þakið af Hard Rock Café.
2016 var stórt ár fyrir Reykjavíkurdætur en í júní í fyrra gáfu þeir út sína fyrstu breiðskífu (RVK DTR) og fylgdu plötunni eftir með því að koma fram á stærstu tónlistarhátíðum Evrópu, þar á meðal Roskilde Festival í Danmörku, Fiberfib á Spáni, Transmusicales í Frakklandi og Eurosonic í Hollandi. Auk þess héldu þær tónleika í Englandi, Noregi og Belgíu.
Orðið á götunni er að Reykjavíkurdætur sé byrjaðar að vinna að næstu plötu og hyggjast senda frá sér fyrsta „single“ af væntanlegri plötu, Kalla mig hvað?, í vikunni.
Græni Hatturinn og Hard Rock Café: „Be there, or be square.“
Nánari upplýsingar um tónleikana:
Hard Rock: https://www.facebook.com/event…
Græni Hatturinn: https://www.facebook.com/event…