Kanadabúarnir Cici og Clement ákváðu að fagna trúlofun sinni á eftirminnilegan máta.
Í viðtali við Inside Edition sögðust þau hafa pantað flug til Íslands ásamt kvikmyndateymi frá Life Studios Inc til þess að smella af ógleymanlegum myndum. Í kjölfar komu sinnar stillti parið sér upp víðsvegar um landið, þar á meðal í íshelli og á ísjaka.
„Okkur langaði að taka myndir sem við gætum sýnt börnunum og afa- og ömmubörnunum okkar eftir 20, 30 eða 40 ár,“ sagði Cici.
„Þú sérð ekki svona myndir á hverjum degi,“ bætti Clement við.
Parið birti afrakstur ferðarinnar á Facebook í maí en fjölmiðlar vestanhafs hafa nýlega sýnt myndunum áhuga. Einnig hefur myndband af tökunum slegið rækilega í gegn (sjá myndband hér fyrir ofan).