Síðastliðinn föstudag frumsýndu þær Alvia Islandia og Safira Viktoriana myndband við lagið FELIS LUNAR á Prikinu.
Lagið er pródúserað af tvíeykinu KSF og var myndbandið tekið upp í Svíþjóð í lok síðasta sumars. Leikstjórar myndbandsins eru þær Nanna Rúnarsdóttir og Laura Ytte Rechnagel.
„Myndbandið var tekið upp á 24 tímum og fjallar um ákveðna atburðarás sem á sér stað frá eftirmiðdegi, þegar ég kem að húsinu í myndbandinu, og fram að morgni. Öll atriðin eru tekin upp í einu og sama húsinu.“
– Alvia Islandia
Alvia Islandia hefur getið sér gott orðspor undanfarin misseri en hún gaf út plötuna Bubblegum Bitch í fyrrra sem hlaut Kraumsverðlaunin. Einnig var Alvia gestur í útvarpsþættinum Kronik fyrir stuttu þar sem hún flutti tvö lög í beinni (sjá ske.is) og kemur hún einnig til með að spila á Sónar í febrúar.
Felis Lunar er samstarfsverkefni Alviu og Örnu Viktoríu (Safira Viktoriana) sem stofnað var í fyrra.
Hér fyrir neðan má sjá nokkur skjáskot úr myndbandinu.