Auglýsing

Conor McGregor hættur

Bardagakappinn Conor McGregor sendi frá sér óvænta tilkynningu á Twitter síðu sinni í gær:

I have decided to retire young.
Thanks for the cheese.
Catch ya’s later.

– Conor McGregor

En eins og segir í tilkynningunni þá lýsir hann því yfir að hann sé hættur og þakkar kærlega fyrir peninginn.

Í viðtali við ESPN í gær staðfesti Dana White, forseti UFC, að Conor McGregor væri ekki lengur á aðalhluta bardagakvöldsins UFC 200 sem fer fram næstkomandi 9. júlí.

Dana White tók fram að hann gæti ekki staðfest þær fréttir að Conor McGregor væri hættur; ástæðan fyrir fjarveru McGregor á UFC 200 væri sú að írinn neitaði að taka þátt í kynningu kvöldsins í Las Vegas.

Stuttu eftir tilkynningu McGregor á Twitter birti þjálfari hans, John Kavanagh, einnig færslu sem virðist staðfesta þessi orð McGregor, en Kavanagh tísti:

„Was fun while it lasted.“

– John Kavanagh

Andstæðingur McGregor á UFC 200, Nate Diaz, fylgdi eftir færslu McGregor með því að tilkynna það að hann væri hættur líka:

„Guess my work here is done I’m retiring too.“

– Nate Diaz

Menn velta því fyrir sér hvort að þetta sé allt saman skipulagt til þess að vekja athygli á bardaganum.

Ljóst er að írskir aðdáendur McGregor verða fyrir talsverðum vonbrigðum ef þessi tilkynning McGregor reynist vera rétt, en talið er að 8,000 írar hafi keypt sér flug til Las Vegas í júlí.

Conor McGregor er staddur á Íslandi að æfa með Gunnari Nelson, en sá síðarnefndi er að undirbúa sig fyrir bardaga í byrjun maí.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing