Rapparinn Big Sean kom fram í fyrsta sinn í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live um helgina (þátturinn er ávallt sýndur í beinni) og flutti lagið Sunday Morning Jetpack.
Lagið verður að finna á plötunni Bounce Back sem kemur út í ár og mun lagið jafnframt skarta söngvaranum The Dream, sem kom þó ekki fram með Sean í þetta skiptið.
Texti lagsins geymir skemmtilega tilvísun í goðsögnina J-Dilla, sem er einn af átrúnaðargoðum Big Sean:
„This feels like the first time I heard Killa Cam
Pink Tim’s, in the Lamb
Mixing it in with Dilla and
Headphones to the ceiling fan
Bucket hat like Gilligan, yeah„– Big Sean
Sjálfur ólst Big Sean upp í Detroit, Michigan, líkt og J-Dilla.
Árið 2012 kom Big Sean fram á árlegu Dilla Day Detroit tónleikunum ásamt góðum hópi af þekktum röppurum sem komu saman til þess að heiðra minningu Dilla. Í viðtali fyrir tónleikana lét Sean eftirfarandi ummæli falla:
„J Dilla er einn af merkustu tónlistarmönnum í sögu rapps … spurðu hvern sem er: Kanye West, Pharrell Williams, hvaða pródúsent sem þér finnst vera góður og sá sami mun án efa votta J Dilla virðingu sína.“
– Big Sean (MysteryChannelUK, 2012)
Hér fyrir neðan má einnig heyra „freestyle“ eftir Big Sean yfir eitt af bítum Dilla á plötunni Donuts.