Auglýsing

Big Sean flytur nýtt lag í beinni í SNL

Rapparinn Big Sean kom fram í fyrsta sinn í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live um helgina (þátturinn er ávallt sýndur í beinni) og flutti lagið Sunday Morning Jetpack

Lagið verður að finna á plötunni Bounce Back sem kemur út í ár og mun lagið jafnframt skarta söngvaranum The Dream, sem kom þó ekki fram með Sean í þetta skiptið.

Texti lagsins geymir skemmtilega tilvísun í goðsögnina J-Dilla, sem er einn af átrúnaðargoðum Big Sean:

„This feels like the first time I heard Killa Cam
Pink Tim’s, in the Lamb
Mixing it in with Dilla and
Headphones to the ceiling fan
Bucket hat like Gilligan, yeah

– Big Sean

Sjálfur ólst Big Sean upp í Detroit, Michigan, líkt og J-Dilla.

Árið 2012 kom Big Sean fram á árlegu Dilla Day Detroit tónleikunum ásamt góðum hópi af þekktum röppurum sem komu saman til þess að heiðra minningu Dilla. Í viðtali fyrir tónleikana lét Sean eftirfarandi ummæli falla: 

„J Dilla er einn af merkustu tónlistarmönnum í sögu rapps … spurðu hvern sem er: Kanye West, Pharrell Williams, hvaða pródúsent sem þér finnst vera góður og sá sami mun án efa votta J Dilla virðingu sína.“

– Big Sean (MysteryChannelUK, 2012)

Hér fyrir neðan má einnig heyra „freestyle“ eftir Big Sean yfir eitt af bítum Dilla á plötunni Donuts. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing