Hrunið, Eyjafjallajökull, Justin Bieber, Panama skjölin, íslenska landsliðið í knattspyrnu: Öll þessi fyrirbæri teljast almennt sem misgóðar landkynningar.
Nú hefur enn eitt fyrirbærið bæst við flóruna: bandarískur kántrísöngvari að nafni Dierks Bentley, sem nýverið gaf út ofangreint tónlistarmyndband við lagið Black (sem er jafnframt tileinkað konu hans, Cassidy).
Myndbandið kom út 13. janúar og hafa tæplega 600,000 manns glápt á það á Youtube. Myndbandið hefur fengið umfjöllun í Rolling Stone og Time.
Það er ekki á hverjum degi sem þjóðlyndur kúreki svíkur lit og skýtur tónlistarmyndband á Íslandi.