Lagið Cops Shot the Kid er að finna á elleftu hljóðversplötu rapparans Nas, NASIR, sem Nas gaf út í samstarfi við tónlistarmanninn Kanye West síðastliðið sumar.
Í fyrradag (7. janúar) gáfu kollegarnir út myndband við lagið (sjá hér að ofan). Líkt og fram kemur á vefsíðu Pitchfork mætti túlka myndbandið sem ádeilu á harðræði bandarísku lögreglunnar í garð þeldökkra Bandaríkjamanna.
Nánar: https://pitchfork.com/news/nas…
Kanye West kemu ekki við sögu í myndbandinu sjálfu, þrátt fyrir það að eiga erindi í laginu og þrátt fyrir það að hafa smíðað takt lagsins í samstarfi við taktsmiðinn Dawson.
Athygli vekur þó að goðsögnin Slick Rick bregður fyrir í myndbandinu, sem kemur kannski ekki á óvart, í ljósi þess að Cops Shot the Kid er smíðað í kringum hljóðbút úr laginu Children’s Story sem Slick Rick gaf út árið 1989. Þá geymir inngangur lagsins hljóðbút úr heimildarmyndinni Wattstax þar sem grínistinn Richard Pryor ræðir bandarísku lögregluna.
Hér er svo platan NASIR í heild sinni á Spotify.