Fréttir
Í gær (7. janúar) tók blaðamaðurinn Thomas Smith—hjá veftímaritinu NME—saman lista yfir það tónlistarfólk sem er ómissandi fyrir tónlistarunnendur árið 2019.
Nánar: https://www.nme.com/blogs/nme-…
Athygli vekur að tónlistarfólk af íslenskum uppruna kemur við sögu tvívegis í greininni.
Þá er hljómsveitin og samlistahópurinn Reykjavíkurdætur á listanum sökum þess að sveitin er, líkt og Smith orðar það, klúr á unaðslegan hátt:
„Í einu besta lagi Reykjavíkurdætra, „Pussy pics,“ kemur orðið „pussy“ fyrir að minnsta kosti 30 sinnum—og hika Dæturnar ekki við því að stæra sig af eigin kostum. Þá nýta Reykjavíkurdætur tónlistina til þess að vekja athygli á mikilvægum málefnum á borð við kynferðisofbeldi, sem gerir tónlistina bæði uppbyggjandi og mikilsverða.“
– Thomas Smith
Þá minnist fyrrnefndur blaðamaður einnig á íslensku söngkonuna Glowie.
Máli sínu til stuðnings vísar hann í æsku söngkonunnar:
„Sem barn var Glowie gjarnan boðflenna á hljómsveitaræfingum föður síns og klifraði hún upp á stól til þess að komast í hljóðnemann. Hefur tónlistin fylgt henni allar götur síðan. Jafnvel þó að „Body“ sé þekktasta lag hennar … þá er „No Lie“ einnig afar vinsælt á Íslandi. Glowie flutti nýverið til Lundúna og undirritaði samning við plötufyrirtækið Columbia, svo lesendur munu eflaust heyra meira efni frá henni í ár.“
– Thomas Smith
Hér fyrir neðan eru svo lögin Body eftir Glowie og Hvað er málið eftir Reykjavíkurdætur.