Rúm vika er í það að Obama hjónin kveðji Hvíta húsið en næstkomandi 20. janúar mun auðkýfingurinn umdeildi Donald Trump taka við embættinu.
Í tilefni þess kom forsetafrúin fram í spjallþættinum The Tonight Show í hinsta sinn og þakkaði Jimmy Fallon kærlega fyrir samstarfið (forsetafrúin hefur nokkrum sinnum verið gestur í þættinum). Hældi hún þá hljómsveitinni The Roots sérstaklega:
„Þú ert fyndinn, ljúfur og sætur – og þú ert með bestu hljómsveit Bandaríkjanna þér við hlið.“
– Michelle Obama
Í tilefni þess að Obama hjónin séu að kveðja Hvíta húsið ákvað SKE að birta stuttan pistil í íslenskri þýðingu eftir trommara The Roots, Questlove, sem hann ritaði síðastliðinn október eftir að hafa sótt eitt eftirminnilegasta partí ævi sinnar í Hvíta húsinu; ljóst er að Hvíta húsið verður ekki samt eftir að Obama fjölskyldan kveður:
„10 lygilegir hlutir sem ég varð vitni að í Hvíta húsinu í gær:
10. Trúverðugleiki CP tímans („Colored-People Time,“ bandarískur frasi sem vísar í þá neikvæðu staðalímynd að þeldökkt fólk sé yfirleitt óstundvíst) staðfestur af
forsetafjölskyldunni. Veitti mér hugarfró.
9. Usher og þær hugmyndir sem hann viðraði upphátt undir lok kvölds.
8. Brandari Regina Hall þess efnis að för Obama hjónanna væri það versta sem komið hefur fyrir hana síðan Free og AJ hættu í sjónvarpsþættinum 106th & Park.
7. Dave Chapelle að stæra sig af þeirri staðreynd að hann hafi fengið að leika við hundinn Bo the Dog (hundur hjónanna) fyrr um kvöldið.
6. Hversu hissa öryggisverðirnir voru á því að Dave Chapelle hafi verið spenntastur yfir því að hitta hundinn Bo þrátt fyrir allt það sem var að ske í Hvíta húsinu þetta kvöld.
5. Obama að biðja um lagið The Bizness eftir De La Soul Í HEILD SINNI, sem meðlimir De La Soul og rapparinn Common (sem einnig rappar í laginu)
breakdönsuðu síðar við.
4. Fjórar dömur að gæða sér á kjúklingavængjum við flygil Hvíta hússins.
3. Hljómsveitin Bel Biv DeVoe (BBD) að flytja lagið Poison af ótrúlegri innlifun er allir dönsuðu af hömlulausri gleði.
2. Ég að smakka Hennessy í fyrsta sinn.
1. Plötusnúðurinn D-Nice að spila lögin Ante Up, Party Up, Shook Ones og Make Em Say Uhhh – þið hefðuð átt að sjá svipinn á George Washington er við sungum með hverju einasta orði textanna á þrjóskufullan hátt .. haaaaa!
SKE veltir því fyrir sér hvernig stemningin verði í næsta teiti sem Trump heldur í Hvíta húsinu.