Tístin hans Donalds Trump hafa gjarnan verið umdeild – en aldrei fyrr hafa þau hljómað jafn illkvittnislega eins og í flutningi leikarans Mark Hamill (sjá hér fyrir ofan).
Hamill, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Luke Skywalker í Star Wars
myndunum, hefur einnig getið sér gott orðspor sem Jókerinn í
teiknimyndaseríunni Batman, þar sem hann ljáir illmenninu rödd sína.
Nýverið nýtti Hamill hæfileika sína til þess að lesa upp nýárskveðju Trump á Twitter, en hún er svohljóðandi:
„Ég vil óska öllum gleðilegs nýs árs, þar með talið öllum óvinum mínum sem hafa barist gegn mér en tapað svo illilega að þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera lengur. Ást!“ (“Happy New Year to all, including to my many enemies and those who have fought me and lost so badly they just don’t know what to do. Love!”)
– Donald Trump
Hugmyndin á bakvið gjörninginn á grínistinn Matt Oswalt, sem brást við tístinu hans Trump með eigin tísti: „Þetta hljómar eins og eitthvað sem Jókerinn myndi segja rétt áður en hann sleppir sveim drápsbýflugna í Gotham.“
Stuttu síðar fylgdi hann tísti sínu eftir með viðskiptahugmynd: „Milljón dollara hugmynd: App sem gerir notendum kleift að hlusta á öll tístin hans Trump í flutningi Mark Hamill í gervi Jókersins.“
Mark Hamill var ekki lengi að bregðast við hugmyndinni og birti upptöku af nýárstísti Trump í eigin flutningi á Twitter. Notendur Youtube virðast vera hæstánægðir með gjörninginn, ef marka má athugasemdir þeirra fyrir neðan myndbandið:
„Þetta er fyndið vegna þess að Trump er trúður.“
– Anton Riley
„Íronían er sá að Jókerinn upplifði ákveðna siðferðislega skyldu gagnvart samfélaginu, þó svo að hún hafi vissulega verið byggð á misskilningi. Ég veit ekki hvort að Trump geti sagt það sama. Hugsaðu málið.“
– eric snow
„Mark í forsetann.“
– Uriel7623