Um jólin varpaði Reddit-notandinn MysticPato fram spurningu sem vakti sterk viðbrögð notenda, nefnilega Hvað jafngildir jólasveinslyginni fyrir fullorðna (What’s the Adult Version of ‘There Is No Santa Claus’?)
Nánar: https://www.reddit.com/r/AskRe…
Myndaðist býsna lífleg umræð í kjölfar spurningarinnar þar sem fjölmargir netverjar leituðust við að svara spurningunni. Sitt sýndist að sjálfsögðu hverjum. Í tilefni jólanna tók SKE saman brot af því besta.
Það sem jafngildir jólasveinslyginni fyrir fullorðna er ÞEGAR ÞÚ KEMST AÐ ÞVÍ …
… að foreldrar þínir voru bara venjulegt fólk að gera sitt besta—alveg eins og þú.
… að manneskjan sem útskrifaðist með lægstu einkunn í læknisfræði er nú titlaður læknir.
… að það eru engir álitlegir einhleypir einstaklingar í nágrenninu (eða jú, kannski—en þeir hafa engan áhuga á þér).
… að háskólagráðan tryggir þér ekki starf; öllu heldur hefur reynslan miklu meira að segja.
… að súlan snýst (á nektarbúllunni).
… að þú deyrð—og allir sem þú elskar líka.
… að skallabletturinn er auðsjáanlegur.
… að guð er ekki til.
… að kynlíf er ekki alltaf frábært.
… að tiltekið fyrirtæki réð þig á staðnum EKKI vegna þess að þú ert frábær manneskja með mikla reynslu—heldur vegna þess að þetta er ömurlegt starf.
… að alheiminum er alveg sama um þig.
… þegar þú útskrifast—eða giftir þig, eða eignast þitt fyrsta barn, eða kaupir þína fyrstu íbúð—að þú verðir EKKI hamingjusamur það sem eftir er ævinnar … hamingjan er sveiflukennd.
… að hugtakið „Að setjast í helgan stein“ hefur ekkert með aldur að gera—miklu frekar fjárhag.
… að retórík hefur mun meiri áhrif á almenning heldur en rökhugsun.
… að þú ert ein/n á báti—og enginn kemur þér til bjargar.
… að réttsýni og góðmennska einkennir alls ekki allt lögreglufólk.
… að barnið þitt er fáviti. Þetta er ekki tímabundið ástand, heldur eilífur sannleikur.
… að heimurinn skuldar þér ekki neitt.
… að Half Life 3 kemur aldrei út.