Auglýsing

Andfeminísk viðbrögð við Star Wars stiklunni

Fyrsta sýnishornið úr myndinni Rogue One: A Star Wars Story var birt í morgun. Rogue One fjallar um sveit uppreisnarmanna sem stelur teikningunum að Helstirninu og gerist myndin áður en söguþráður New Hope byrjar. Myndin var meðal annars tekin upp við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi. Leikstjóri myndarinnar er Gareth Edwards, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmynd sína um Godzilla (visir.is).

Með aðalhlutverkið fer breska leikkonan Felicity Jones (Theory of Everything). Neikvæði manna í kommentakerfi Youtube vekur athygli, en þar virðast margir ósáttir með þá staðreynd að kvenmaður fari með aðalhlutverkið aftur (í síðustu mynd var það leikkonan Daisy Ridley sem var fremst í flokki.)

Hér fyrir neðan eru nokkur komment sem finna má undir sýnishorninu á Youtube:

Feminism in film is killing the movie industry. (Feminisminn er að kála kvikmyndaiðnaðinum) – anon

I’m trying to like this but I’m getting tired of the feminist BS propoganda (Mig langar til þess að fíla þetta en ég er orðinn virkilega þreyttur á þessum femíníska áróðri.) – jackofblades82

So from Episode VII onwards no Star Wars film will ever again have a male hero, right? (Þannig að það verða engir karlmenn í aðalhlutverki eftir Episode VII?) – Andoc

Star Wars : the attack of the feminists (Star Wars: árás femínistanna) – adem

Oh, great, another strong female lead. (Frábært, önnur sterk kona í aðalhlutverki.) – anonymous

Star Wars: The Feminism Awakens (Star Wars: Femínisminn vaknar) – P Lindsay

I’m not a sexist but it’s worth nothing that the Heroes are females in these new Star Wars movies. Guys are sidekicks. „Karma“ I guess… (Ég er ekki karlremba en það er þess virði að benda á það að hetjunar í nýju Star Wars myndunum er allar kvenkyns. Karlmenn eru í aukahlutverki. Karma, kannski?) – Bill Delgado

Men are naturally stronger than women. (Karlmenn eru sterkari en kvenmenn að eðlisfari) – Cameron Phillips

Feminism is poisoning Star Wars (Femínisminn er að eitra fyrir Star Wars) – anonymous

Ekki taka þó allir sama pólinn í hæðina, en notandinn Jacob Goins finnst þessi viðbrögð vera til skammar:

I can’t believe a Star Wars trailer can make me believe how incredibly sexist fanboys can be. It’s sad, really. (Þessi nýja Star Wars stikla hefur sýnt fram á það hversu miklar karlrembur margir aðdáendur seríunnar eru í raun. Það er sorglegt.) – Jacob Goins

Mörg ummælanna hafa nú þegar verið eytt. Hér fyrir neðan má horfa á stikluna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing