Ýmislegt eftirminnilegt hefur gerst á Ólympíuleikunum í gegnum árin. Árið 1936 sigraði Jesse Owen í 100 metra spretthlaupi í Berlín á meðan Adolf Hitler fylgdist gramur með; árið 2000 synti Eric Moussambani frá miðbaugs-Guinea 100 metra skriðsund og kláraði 100 metrana með stæl þó svo að hann væri meira en mínútu á eftir næsta manni; og árið 2004 reifaði bandaríski fréttaþulurinn Mary Carillo eðli Badminton á meðan áhorfendur fylgdust undrandi með.
Hér fyrir ofan má sjá myndband af hinu síðastnefnda atviki en um ræðir gamla útsendingu frá Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Í myndbandinu byrjar Mary Carillo á því að ræða búnaðinn sem notaður er í Badminton og endar svo á því að bölsótast út í leikinn eins og hann er spilaður í garðinum heimafyrir.