Viðburðir
Næstkomandi laugardag (21. október) stígur danski rapparinn Emil Stabil á svið á skemmtistaðnum Húrra.
Nánar: https://www.facebook.com/event…
Fyrir þá sem ekki þekkja til Emil Stabil þá hefur rapparinn getið sér gott orð í Norðurlöndunum allt frá því að hann sendi frá sér lagið Er Det En Fugl árið 2014 (lagið hefur verið spilað rúmlega 800.000 sinnum á Youtube frá því að það kom út). Ári seinna gaf rapparinn út smáskífuna Emil Stabil en lagið Allerede Is naut í kjölfarið mikilla vinsælda.
Kvöldið hefst klukkan 21:00 og verðu upphitun í höndum Sturlu Atlas, Hugins og Birnis.
Miðaverð aðeins 2.000 kr.
Nánar: https://tix.is/is/event/5067/emil-stabil/
Þess má einnig geta að Emil Stabil verður gestur útvarpsþáttarins Kronik á X-inu 977 á morgun ásamt rapparanum Birnir. Þátturinn er í loftinu á milli 18:00 og 20:00 samkvæmt hefðbundinni dagskrá.