Líkamsrækt er bara skipulögð þjáning, sem upp sprettur frá hégomanum, er viðhaldin af vananum og upphafin af lygunum. Bætt heilsa er einvörðungu hjáverkun, sem hefur ekkert með líkamsrækt að gera. Á bakvið aðdráttarafl ræktarinnar liggur, í raun, afar einföld hugsjón: fyrirheitið um betra kynlíf – með fallegra fólki. Til þess að aðstoða lesendur við þessa háleitu viðleitni, tók SKE saman 15 grimmdarlegustu Hip-Hop lögin sem fyrirfinnast á alnetinu. Öll eiga þau heima, að okkar mati, á „Gym“ lagalistanum.
1. M.O.P. – What the Fuck
„Lögin Ante Up og Cold As Ice eiga líka heima á listanum, en það er ekkert – ekkert – lag eins hart og What the Fuck (afsakið frönskuna).“
2. Onyx – Shout
„Lögin Slam og Last Dayz hefðu líka getað ratað inn á listann, en Shout er í sérstöku uppáhaldi. Þriðja erindi Sticky Fingaz er visst til þess að koma blóðinu á hreyfingu: „Sticky Fingaz, I earned my money mugging on trains …““
3. Run the Jewels – Run the Jewels
„Bítið segir allt sem segja þarf: ,Banger Boy á bítinu.’“
4. Puff Daddy feat. Biggie Smalls og Busta Rhymes – Victory
„Sígilt lag sem væri tífalt betra ef Puffy hefði látið Biggie og Busta um erindin.“
5. Pharoahe Monch – Simon Says
„18 ára gamalt en gefur ekkert eftir, enn þann dag í dag.“
6. DMX – Ruff Ryders Anthem
„Helgisöngur ræktarinnar.“
7. Nas feat. Jadakiss og Ludacris – Made You Look (Remix)
„Made You Look (Remix) geymir eina eftirminnilegustu línu rappsögunnar: „I’m just trynna make sure that my son’s wealthy / Out of shape, but I make sure that my gun’s healthy.““
8. Wu-Tang Clan – Wu-Tang Clan Ain’t Nothing to Fuck With
„Reglulega einsetur iðkandinn sér það markmið í ræktinni að verða að þannig manni, eða konu, sem aðrir vilji helst ekki fokkast í. Og þá er fínt að hafa Wu-Tang klanið sér til halds og trausts.“
9. Drake – 5 AM in Toronto
„Þó svo að silkimjúki Kanadamaðurinn sé nú yfirleitt fremi kurteis, er 5 AM in Toronto tiltölulega grimmdarlegt: beittar línur, feitt bít.“
10. Kanye West – All Day
„Þegar Kanye West tók lagið All Day á Brit Awards árið 2015, steig hann á svið ásamt þéttum hópi af Grime tónlistarmönnum, meðal annars Skepta, Wiley og Stormzy (sjá hér fyrir ofan). Í hvert skipti sem SKE handsamar lóðin í ræktinni gerir það sér í hugarlund að það tilheyri þessum sama hópi.“
11. Freddie Gibbs – Pronto
„Freddie Gibbs aðstoðar iðkendur við að koma sér í form og það pronto.“
12. Mobb Deep – Shook Ones Pt. II
„Frosinn marmari.“
13. Gangstarr feat. Fat Joe og M.O.P. – Who Got Gunz
„Í laginu varpa rappararnir fram einkum viðeigandi spurningu: ,Hver ykkar er með byssur?’“
14. Krumbsnatcha feat. M.O.P. – Wolves
„Úlfurinn pælir ekkert í því hversu mörg lömbin eru.“
15. Tupac – Hail Mary
„Tupac bjó yfir miklum andlegum styrk, sem nýtist sérdeilis vel í ræktinni.“
Heiðvirðar nefningar:
Lethal Bizzle feat. Tempa T og JME – Rari Workout
Skepta – Shutdown
Waka Flaka Flame – Hard in Da Paint