Auglýsing

Umboðsmaður Mac Miller ritar minningargrein í Guardian: „Hann hugsaði um aðra fyrst.“

Bandaríski rapparinn Mac Miller lést langt fyrir aldur fram í byrjun september á þessu ári—aðeins 26 ára gamall.

Síðastliðinn sunnudag (16. desember) birti The Guardian minningargrein um rapparann sáluga. Greinina ritar fyrrum umboðsmaður rapparans, Christian Clancy. Samstarf Clancy og Miller á rætur að rekja til ársins 2013. Þá sinnti eiginkona Christian Clancy, Kelly Clancy, einnig umboðsstörfum fyrir Miller.

Í greininni lýsir höfundur Mac Miller sem örlátum einstaklingi sem þráði dýpt og vægi umfram frægð. Einnig segir Clancy að samstarfið þeirra hafi grundvallast á vinskap og virðingu:

„Þú gætir alveg eins talað um vinskap eins og samstarf; það var ómögulegt að falla ekki fyrir þeim manni sem Miller hafði að geyma. Öll samtöl byrjuðu á brosi—og ég sakna þess líklega mest. Eitt af því sem ég elskaði við Miller var framkoma hans í garð dóttur okkar, Chloe. Hann hringdi stundum í mig, upp úr þurru, til þess eins að forvitnast um líðan Chloe. Er hún steig á svið í fyrsta skipti, í leikriti, sendi hann henni þrjá blómvendi: Þetta voru stærstu og fáránlegustu blómvendir sem ég hef á ævinni séð. Chloe fór náttúrulega hjá sér og varð ótrúlega vandræðaleg, en þetta atvik lýsir honum vel.“

– Christian Clancy

Áhugasamir geta lesið minningargreinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Nánar: Nánar: https://www.theguardian.com/mu…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing