Auglýsing

Falleg skilaboð til þolenda ofbeldis

Hlynur Helgi Hallgrímsson, nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, ritaði pistil á Facebook síðu sinni í gær tileinkaðan þolendum ofbeldis í nánum samböndum. Pistillinn er svohljóðandi:

„Ég upplifði nýlega að manneskja nákomin mér greindi mér frá ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir í sambandi sem nú er sem betur fer lokið… þessi manneskja ætlar að skila skömminni og heldur áfram að blómstra eftir þá ákvörðun og eftir að hafa losað sig úr þessum ömurlegu aðstæðum, treystið mér það sér vel á henni hversu gott það var fyrir hana að fá lífið sitt aftur í sínar hendur! Hún er alveg mögnuð!

Eftir alla fyrstu reiðina fór ég að hugsa til alls fólksins sem hefur upplifað aðstæður sem þessar á einn eða annan hátt og stendur nú í glæsilegri herferð gegn ofbeldi, fólki þeim tengt og fólki sem einfaldlega vill hjálpa án þess að búa yfir einhverri persónulegri reynslu …
Öll þessi umræða undanfarnar vikur og þessar aðstæður sem ég finn mig í núna hafa því einungis skerpt á þeirri skoðun minni að við verðum að slengja þessu upp á borð og skila þessari skömm þangað sem hún á heima, þið vitið hver þið eruð.

Þeim mun fleiri sem stíga fram og skila skömminni, þeim mun fleiri vinum, vinkonum og fjölskyldumeðlimum getum við hjálpað út úr myrkrinu… Þið eruð hetjur öllsömul✌️

– Hlynur Helgi Hallgrímsson

Viðbrögðin stóðu ekki á sér og stuttu eftir að Hlynur birti pistilinn ákvað einn lesandi að opninbera reynslu sína fyrir foreldrum sínum:

„Fékk falleg skilaboð áðan frá manneskju sem ætlar að segja foreldrum sínum í kvöld hverju hún hefur lent í :)“

Í samtali við SKE sagði Hlynur að í ljósi þessara skilaboða hafi þetta allt saman verið vel þess virði – og rúmlega það.

SKE bendir lesendum á eftirfarandi hlekk sem inniheldur lista yfir stuðningshópa og sérfræðinga á sviði ofbeldis:

https://blattafram.is/serfraedingar-og-studningshop…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing