Auglýsing

29 spor eftir tapið gegn Gunnari—en brosti engu að síður

Fyrr á þessu ári lét blaðamaðurinn Kelefa Sanneh, hjá tímaritinu víðfræga The New Yorker, eftirfarandi ummæli falla: „Þegar búið er að læsa tvær manneskjur, með fjögurra únsu fingurlausa hanska á höndunum—og enga skó—gerist, í besta falli, eitthvað mjög slæmt.“

Nánar: https://www.newyorker.com/spor…

Var þetta svo sannarlega raunin síðastliðinn laugardag (8. desember) þegar íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson mætti hinum brasilíska Alex Oliveira—titlaður Kúrekinn—á UFC 231 bardagakvöldinu í Toronto; þá þurfti hinn síðarnefndi að þola þungt olnbogaskot í ennið frá Nelson í annarri lotu bardagans. Mikið blóð fylgdi í kjölfarið.

Ef eitthvað er að marka viðtal Gunnars Nelson við umsjónarmenn Youtube-rásarinnar MMAFightonSBN í kjölfar bardagans kippti Nelson sér lítið upp við dreyrugt andlit andstæðings síns (sjá hér að ofan).

Aðspurður hvað hefði komið upp í huga hans er blóði drifið höfuð Oliveira blasti við honum (ca. 02:27), svaraði Nelson með eftirfarandi orðum:

„Ég hugsaði einfaldlega að kverkatakið yrði sleipt en þægilegt.“

– Gunnar Nelson

Þetta kom svo á daginn: Gunnar Nelson sigraði Oliveira í annarri lotu bardagans með kverkataki (rear-naked choke), stuttu eftir að fyrrnefnt olnbogaskot átti sér stað.

Eins og fram kemur í grein blaðamannsins Guilherme Cruz á vefsíðunni www.mmafighting.com þurfti að sauma 29 spor í enni Alex Oliveira. Líkt og greina má af mynd sem fylgdi fréttinni brosti brasílíski bardagakappinn í gegnum sársaukann.

Nánar: https://www.mmafighting.com/20…

Hér fyrir neðan er svo viðtal SKE við Gunnar Nelson frá 2016.

Nánar: https://ske.is/grein/er-mjog-fe…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing