Auglýsing

GDRN flytur tvö lög í beinni: Upphitun fyrir Airwaves

Það styttist óðum í tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en hátíðin vinsæla fer fram dagana 1. nóvember til 5. nóvember víðs vegar um Reykjavík. 

í tilefni þess sendi söngkonan GDRN – í samstarfi við Landsbankann (sem er jafnframt einn af bakhjörlum hátíðarinnar) – frá sér ofangreind myndbönd þar sem hún flytur tvö lög í beinni: Hlið við hlið (Friðrik Dór cover) og Hver ert þú? Lögin samdi hún í samstarfi við Bjarka Sigurðarson og Teit Helga Skúlason.

Nánar: https://www.landsbankinn.is/ic…

Á sérstakri Airwaves-síðu Landsbankans er að finna stutt textabrot úr viðtali við söngkonuna þar sem hún segist gjarnan rita sjálfri sér skilaboð á Facebook þegar andagiftin sækir að henni:

„GDRN söng hástöfum sem barn en hætti því svo snarlega þegar hún varð sannfærð um að hún væri hræðileg og snéri sér að fiðlunni. Fyrir nokkrum árum kallaði söngurinn á hana aftur. Hugmyndir að lögum koma oft til hennar í formi setninga sem hún skrifar niður í skilaboð til sjálfrar sín á Facebook. Tónlistin veitir henni útrás fyrir tilfinningalega orku, sama hvort þessi orka er gleði eða leiði, og GDRN leyfir áhrifunum að koma til sín úr öllum áttum.“

– (Airwaves-síða Landsbankans)

GDRN stígur á svið föstudaginn 3. nóvember klukkan 20:50 á Hard Rock Café.

Nánar: https://icelandairwaves.is/sche…

Hér fyrir neðan geta lesendur svo hlýtt á viðtal við söngkonuna á Youtube:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing