Leikkonan Carrie Fisher lést, sextug að aldri, þann 27. desember, eftir að hafa fengið hjartaáfall á Þorláksmessu. Fisher er þekktust fyrir leik sinn í Star Wars myndunum.
Til þess að heiðra minningu hennar tók SKE saman nokkrar vel valdar tilvitnanir í Carrie Fisher, en eins og sjá má hér fyrir neðan var hún ekki einvörðungu hæfileikarík leikkona – heldur sérdeilis hnyttin líka:
Um væntingar Hollywood:
„Jafnvel í geimnum lifa kvenmenn við tvöfaldan staðal.“
– Carrie Fisher
Um hvernig hennar verður minnst:
„Ég verð alltaf Princess Leia, sama hvað. Ef ég er að reyna ná góðu borði á veitingastað, þá myndi ég ekki kynna mig sem konan sem ritaði Postcards From the Edge (skáldsaga sem Carrie Fisher gaf út og seldist vel). Eða ef ég er að reyna framvísa ávísun án þess að vera með persónuskilríki, þá myndi ég ekki segja: ,Hefurðu séð When Harry Met Sally?‘ Princess Leia verður greypt í grafsteininn minn.“
– Carrie Fisher
Um samanburðin á líkama hennar og Eltons Johns:
„Sjúgðu stóra, nautslega, pínulitla-dansara („tiny dancer“) skaufann minn.“
– Carrie Fisher
Um Twitter:
„Vinsamlegast hættið að rökræða hvort að ég hafi elst vel. Því miður þá særir þessi umræða allar þrjár tilfinningarnar mínar. Líkami minn hefur ekki elst eins vel og við. Þið megið öll sjúga okkur.“
– Carrie Fisher
Um ellina:
„Veistu hvað verður um gamlar stórstjörnur? Annað hvort deyja þær eða fara til Vegas.“
– Carrie Fisher
Um eigið hátterni:
„Ég haga mér líkt og manneskja í loftvarnarbyrgi sem er að reyna fjörga andrúmsloftið.“
– Carrie Fisher
Um fatavalið í Star Wars (sagt við George Lucas):
„Þú sagðir mér að ég gæti ekki verið í brjóstahaldara vegna þess að það eru engin nærföt í geimnum.“
– Carrie Fisher
Um eiturlyf:
„Ég íhugaði aldrei sjálfsvíg, örugglega vegna þess að ég var svo lyfjuð.“
– Carrie Fisher
Um hamingjuna:
„Stundum er eina leiðin til himnaríkis sú að bakka, hægt og rólega, út úr helvíti.“
– Carrie Fisher
Um þolinmæði:
„Tafarlaus uppfylling löngunar tekur of langan tíma.“
– Carrie Fisher
Um hvernig það væri að vera karlmaður (í samtali við Madonnu):
„Ég væri ekkert á móti því að vakna með standpínu, þó svo að það væri bara til þess að fá ekkert út úr því.“
– Carrie Fisher
Um afhjúpun sambands hennar og Harrison Ford í nýju æviágripi (The Princess Diarist):
„Ég tel þetta ekki vera mikla afhjúpun, svo sannarlega er þetta ekki móðgandi. Þetta er ekki særandi, fyrir hann. Þetta er lof, ef eitthvað er. En ég meina, hvernig fólk bregst við þessu finnst mér fyndið. Ég myndi sofa hjá honum í dag og hann er 73 ára.“
– Carrie Fisher
Um velgengni:
„Það besta við velgengnina er peningurinn, ferðalögin og allt fólkið sem að maður kynnist. Það versta við velgengnina er, aftur, peningurinn, ferðalögin og allt fólkið sem að maður kynnist.“
– Carrie Fisher
Um eigin geðveiki:
„Mér finnst ég tækla eigin geðveiki af miklum andlegum heilindum.“
– Carrie Fisher
Um ellina:
„Ég er nú ekkert ánægð með það að eldast, en ég meina, er eitthvað annað í stöðunni?“
– Carrie Fisher
Um hvernig faðir hennar, Eddie Fisher, hughreysti Elizabeth Taylor eftir erfiðan skilnað:
„Fyrst, þerraði hann tárin hennar með vasaklúti, svo huggaði hana með blómvendi, að lokum hughreysti hann hana með reðrinum sínum. Þetta skapaði ákveðna togstreitu í hjónabandi hans og móður minnar.“
– Carrie Fisher
Um lífið:
„Ef líf mitt væri ekki fyndið væri það bara satt, og það, fyrir mér, er ósættanlegt.“
– Carrie Fisher
Um hvernig hún landaði hlutverki sínu í Star Wars:
„Ég svaf hjá einhverjum nörda. Ég vona innilega að það hafi verið George Lucas … ég var of lyfjuð til þess að muna eftir því.“
– Carrie Fisher
Um eigið útlit:
„Þeir biðja mig alltaf um að grenna mig. Þeir vilja ekki ráða mig alla, einungis hluta af mér. Þeir vilja um þrjá fjórðu af mér, svo ég þarf að losa mig við einn fjórða, einhvern veginn. Þessi einn fjórði hluti af mér má ekki fylgja með, sjáðu.“
– Carrie Fisher