Viðburðir
Í gær lét sniðugt gamalmenni í Hafnarfirðinum eftirfarandi orð falla:
„Í sumar mun margt furðulegt fólk halda til Íslands. Þar á meðal maður sem kallar sig Ungur Bófi, en hann ætlar að halda tónleika í Laugardalshöllinni. Svo ætlar hann Ríkharður Rósenberg að mæta í Laugardalinn, ásamt Stóra Seimi, Andra Patreki, Abel Sólmari og konu sem heitir í höfuðið á Menntaskólanum á Akureyri. Já, svo er það hann Litli Veigur, hann verður víst líka í Höllinni – en ég er nú kannski spenntastur fyrir Peysujarlinum.“
Ekki verður greint frá höfundi þessara orða í þessari grein en aðeins áréttað að umrætt gamalmenni hafi verið að velta fyrir sér þeirri miklu rappveislu sem er í vændum á Íslandi í sumar og gert sér leik úr því að íslenska listamannanöfn þeirra rappara sem leggja leið sína til landsins: Young Thug, Rick Ross, Big Sean, Anderson .Paak, Ab-Soul, Young MA, Lil’ Wayne og Earl Sweatshirt.
Það er óhætt að segja að það verði nóg að SKE hvað rapptónlist varðar á Íslandi í sumar:
1. RAPPPORT / RAPPPORT / RAPPPORT / RAPPPORT / RAPPPORT
Hvar: Kex Hostel (Skúlagata 28, 101 RVK)
Hvenær: Laugardaginn 20. maí
Fram Koma: Sevdaliza, GKR, Alvia, Forgotten Lores, Sturla Atlas, Cyber
„Laugardaginn 20. maí munu Red Bull Music Academy og KEX Hostel leiða saman hesta sína á fyrstu árlegu eins dags rapp-hátíðinni RAPPPORT. RAPPPORT verður haldin í portinu fyrir aftan KEX Hostel.
Íranska tónlistarkonan SEVDALIZA sem nýverið gaf út sína fyrstu breiðskífu, ISON, snýr aftur til Reykjavíkur eftir að hafa spilað á Sónar Reykjavík í Hörpu í fyrra. Ásamt SEVDALIZA og hljómsveit hennar koma einnig fram GKR, Alvia, Forgotten Lores, Sturla Atlas og Cyber.“
Nánar: https://www.facebook.com/event…
2. LÓA 2017 / LÓA 2017 / LÓA 2017 / LÓA 2017 / LÓA 2017
Hvar: Prikinu
Hvenær: Laugardaginn 27. maí
Fram Koma: Egill Spegill, DJ B-Ruff, Young Nazareth, Logi Pedro, Karítas, Rampage, Herra Hnetusmjör, Birnir, Plútó
Hin árlega DJ-veisla á Prikinu verður haldin laugardaginn 27. maí.
3. SECRET SOLSTICE 2017 / SECRET SOLSTICE 2017
Hvar: Laugardalnum
Hvenær: fimmtudaginn 15. júní – sunnudagsins 18. júní
Fram Koma: Rick Ross, Big Sean, Young M.A., Anderson .Paak, Ab Soul og fleiri.
„Eins og síðustu ár verða ýmis stór nöfn í boði á Secret Solstice hátíðinni í sumar. Þetta ár verður sérstaklega stórt í rappdeildinni en nokkrir af stærstu listamönnum heimsins munu mæta í Laugardalinn í sumar …“
Nánar: https://secretsolstice.is/
https://www.visir.is/g/20171703…
4. YOUNG THUG KRONIK VEISLA / YOUNG THUG KRONIK VEISLA
Hvar: Laugardalshöllinni
Hvenær: föstudaginn 7. júlí
Fram Koma: Young Thug, Krept & Konan, Emmsjé Gauti, Aron Can, Alvia Islandia, Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi, Sturla Atlas, Herra Hnetusmjör, Birnir, Alexander Jarl, Benni B-Ruff, Egill Spegill, DJ Karitas
„Einn vinsælasti rapparinn í heiminum í dag Young Thug er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. Júlí. Um er að ræða sannkallaða rappveislu sem verður talsvert umfangsmeri en sem nemur hefðbundnum tónleikum. Breska sveitin Krept & Konan kemur einnig fram ásamt Emmsjé Gauta, Aroni Can og Alviu Islandia … Nú hafa enn fleiri listamenn verið tilkynntir til leiks. Þeir listamenn sem bætast við eru Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi, Sturla Atlas, Herra Hnetusmjör, Birnir, Alexander Jarl, Benni B-Ruff, Egill Spegill og Karitas.“
Nánar: https://www.facebook.com/event…
5. POST MALONE Í HÖRPUNNI / POST MALONE Í HÖRPUNNI
Hvar: Í Hörpunni
Hvenær: þriðjudaginn 11. júlí
Fram Koma: Post Malone, Alexander Jarl, Auður
„Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar er á leiðinni til landsins! Hinn eini sanni Post Malone mun spila í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí 2017. Og nú er komið í ljós hverjir hita upp; það eru Alexander Jarl og Auður.“
Nánar: https://www.facebook.com/event…
6. NIGHT + DAY FESTIVAL / NIGHT + DAY FESTIVAL / NIGHT + DAY FESTIVAL
Hvar: Við Skógafoss
Hvenær: föstudaginn 14. júlí
Fram Koma: The XX, Earl Sweatshirt og fleiri
„Night + Day hátíðin er á vegum hljómsveitarinnar The xx sem hefur haldið samskonar hátíðir víða um heim með góðum árangri, til dæmis í Lissabon, Berlín og Tullum í Mexikó. Markmiðið með hátíðinni er að halda tónleika á stöðum þar sem ekki hafa verið haldnir tónleikar áður. Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss.“
Nánar: https://www.facebook.com/event…
https://www.visir.is/g/20171705…
7. LIL WAYNE Í HÖLLINNI / LIL WAYNE Í HÖLLINNI / LIL WAYNE Í HÖLLINNI /
Hvar: Laugardalshöllinni
Hvenær: Í byrjun ágústmánaðar
Fram Koma: Lil Wayne
„Bandaríski rapparinn Lil Wayne er væntanlegur til landsins í sumar. Hann mun halda tónleika í Laugardalshöllinni í byrjun ágústmánaðar, samkvæmt heimildum Vísis.“
Nánar: https://www.visir.is/g/20171705…
Orð: RTH