Í gær (5. desember) birti bandaríski fréttamiðillinn NPR nýjasta þátt Tiny Desk Concert en um ræðir tónleikaseríu þar sem tónlistarfólk hvaðanæva úr heiminum flytur eigið efni á óhefðbundnu sviði, sumsé—á pínulítilli skrifstofu. Eins og sjá má er andrúmsloftið yfirleitt afar náið og persónulegt.
Gestur seríunnar að þessu sinni var bandaríska hljómsveitin Wu-Tang Clan (sjá hér að ofan). Hljómsveitin flutti lögin Triumph (Inspectah Deck, Cappadonna, U-God, GZA og Masta Killa), Glaciers of Ice (Raekwon og Masta Killa), Winter Warz (Cappadonna), You Don’t Want to Dance (U-God), Protect Ya Neck (RZA) og, síðast en ekki síst, C.R.E.A.M. (Raekwon og Inspectah Deck).