Auglýsing

Þórbergur Þórðarson talar frá gröfinni

Í bréfi sem Þórbergur Þórðarson ritaði vini sínum Vilmundi Jónssyni, þann 8. nóvember, 1928 (þar sem Þorbergur lýsir nýafstöðnum Esperanto fundi í Antverpen) er að finna eftirfarandi orð:

„Nú vildi til fyrirbrigði er óþekt er hér á landi. Þú veist að Íslendingar hafa þann sið, þegar þeim er sýnt fram á, að þeir fari með rangt mál, að fyllast forherðingu eða reyna að bjarga villum sínum með hártogunum, útúrsnúningum eða vísvitandi ósannindum. Ég hefi aldrei heyrt Íslending sannfærast á opinberum fundi.“

Í framhaldinu lýsir Þórbergur því þegar spænskur meðlimur Esperanto félagsins ber forseta félagsins margt misjafnt á brýn, og taka aðrir meðlimir félagsins undir þessar ásakanir. Stígur þá fyrrgreindur forseti upp í pontu og svarar þessum ásökum.

„Þegar dr. Privat (forsetinn) hafði flutt ræðu sína og sinjoro Jakob lesið upp skýrsluna, snerist stemningin allt í einu við. Spánverjinn stóð upp og bað fyrirgefningar, og síðan stóð upp hver af öðrum og játuðu frumhlaup sitt … Hefir þú nokkurntíma upplifað svona afturhvarf á pólítískum fundi á Ísafirði?“

Svariðinú:

Af hverju eru hártoganir og útúrsnúningar ávallt ósjálfráð viðbrögð okkar Íslendinga (og þá sérstaklega stjórnmálamanna, hægri jafnt og vinstri) þegar sýnt er fram á að við förum með rangt mál?

Af hverju getum við ekki öll sammælst um þá staðreynd að við, mannskepnurnar, erum afskaplega vitgrannar verur sem höfum reglulega rangt fyrir okkur?

Af hverju stendur stolt okkar ætíð í veg fyrir sannleikann?

– Friðrik Níelsson

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing