Auglýsing

Werner Herzog dásamar Snorra-Eddu

Þýski leikstjórinn og rithöfundurinn Werner Herzog, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndir á borð við Aguirre, the Wrath of God og Fitzcarraldo, var viðmælandi Robert Harrison í hlaðvarpsþættinum Entitled Opinions fyrir stuttu. Herzog var fenginn sem sérstakur gestur til þess að ræða ágæti bókarinnar The Peregrine, eftir enska höfundinn J.A. Baker, sem er af mörgum talin eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar. Í viðtalinu reifar Herzog sínar uppáhalds bækur og nefnir sérstaklega Snorra Eddu:

„Snorra Edda er fyrir Íslandi það sem Dauðahafshandritin eru fyrir Ísrael … tvívegis hef ég handleikið Codex Regius handritið … ég segi ávallt við þá sem hyggjast skjóta heimildarmynd: Lestu Snorra Eddu. Þar uppgötvar maður hvernig goðsagnir geta sprottið upp frá hversdeginum.“

– Werner Herzog

Undir lok þáttarins ver Herzog talsverðum tíma í því að þylja upp nöfn dverganna í Völuspá og lætur eftirfarandi ummæli falla:

„Bestu rapparar heims gætu ekki toppað þennan hrynjanda!“

– Werner Herzog

Þáttinn má nálgast á iTunes eða á heimasíðu hlaðvarpsins Entitled Opinions: https://french-italian.stanford.edu/opinions/

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing