Hvað er í matinn?
Fyrir stuttu heimsótti SKE veitingastaðinn Mathús Garðabæjar og þá í því augnamiði að ræða við matreiðslumanninn Fannar Vernharðsson, yfirkokk veitingastaðarins.
Viðtalið var liður í myndbandsseríunni Hvað er í matinn? þar sem SKE flakkar á milli veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu og ræðir við matreiðslukonur og menn um matseld og magarúm.
Líkt og fram kemur í viðtalinu hefur Mathús Garðabæjar ýmsa kosti yfir aðra staði í miðborg Reykjavíkur:
„Hér er nóg af bílastæðum og ekkert haf af túristum—þú sleppur við það allt kjaftæði.“
– Fannar Vernharðsson
Áhugasamir geta kynnt sér matseðil Mathús Garðabæjar nánar með því að heimsækja vefsíðu veitingastaðarins.
Nánar: https://mathus210.com/