Auglýsing

Mikilvæg skilaboð Leiðinlega gaursins til landsmanna fyrir helgina

Facebook notandinn Leiðinlegi gaurinn sendi frá sér neðangreinda tilkynningu fyrir verslumannahelgina sem SKE vill gjarnan koma á framfæri:

„Nú er fólk eflaust farið að huga að helginni, það er því ekki seinna vænna en að taka saman árlega verslunarmannahelgar-tékklistann.

1. Ekki meiða.
2. Ekki drepa.
3. Ekki keyra undir áhrifum.
4. Ekki nauðga.
5. Bara ekki vera fáviti.

Þessi listi á auðvitað alltaf við, en það virðist þurfa sérstaklega að taka þetta fram fyrir verslunarmannahelgina, þar sem einhverjir halda að hópsamkomur og útihátíðir séu afsakanir fyrir því að haga sér eins og ógeð.

Endilega prentið listann út, takið hann með ykkur og bendið vinum ykkar á listann ef þeir gera sig líklega til að vera fávitar.

Njótið helgarinnar, verið ógeðslega full ef þið viljið. Verið ógeðslega allsgáð ef þið viljið. Bara ekki vera fávitar.“

SKE hvetur alla lesendur til þess að fylgjast með Leiðinlega gaurnum á Facebook

Hann lýsir sér á eftirfarandi hátt:

„Leiðinlegi gaurinn er almennt með almenn leiðindi. Á endanum deyjum við öll leiðinlegum dauðdaga og leiðinlegu börnin okkar þurfa að mæta í leiðinlegu jarðaförina okkar. Þannig að þið getið öll fokkað ykkur.“

Nánar: www.facebook.com/leidinlegigaurinn

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing