Auglýsing

SKE rýnir í nýjasta myndband Big Sean: „Jump Out the Window“

Frasinn „að stökkva út um gluggann“ á ensku („jump out the window“) hefur tvær merkingar skv. slangurorðabókinni Urban Dictionary. Annars vegar merkir frasinn löngunina til þess að flýja raunveruleikann eftir að hafa orðið vitna að, eða komist í kynni við eitthvað, sem raskar ró manns. Hins vegar merkir frasinn að játa ást sína.

Báðar þessar merkingar eiga vel við lagið Jump Out the Window eftir Big SeanÍ texta lagsins segir rapparinn frá vinkonu sinni sem hann fellur ástarhug til og sem er einnig fórnarlamb heimilisofbeldis. Á annan bóginn trúir hann því ekki að kona sem er svo sterk: 

Know ya momma didn’t raise you to take no disrespect, yeah / 
I feel like real queens know how to keep the game in check, yeah /
 

og svo ráðagóð: 

The question isn’t: Do he love ya?“ The question is, „Do ya love yourself?“ / 
You give the best advice to your friends and not take it for yourself / 

skuli sætta sig við vanvirðingu af þessu tagi. Á hinn bóginn veltir hann því fyrir sér hvort að hann eigi að segja konunni að hann elski hana. 

Jump Out the Window er að finna á plötunni I Decided sem kom út síðastliðinn 3. febrúar en myndband við lagið kom út í gær (7. maí). Myndbandið, sem Lawrence Lamont leikstýrði, endurspeglar þema lagsins vel: 

Í byrjun myndbandsins leggur rapparinn bíl sínum fyrir utan heimili konunnar. Tilkynnir hann komu sína símleiðis en er konan svarar í símann spyr hún hvað hann sé eiginlega að gera – þvert á væntingar rapparans (slitnar sambandið svo skyndilega). Því næst gengur Sean inn á heimili konunnar og er húsið tómt. Er honum litið á sjónvarpið þar sem pixluð útgáfa af konunni, í klóm illmennis, blasir við honum. Teygir hann sig í átt að fjarstýringunni og hverfur inn í hliðarveruleika tölvuleiksins. 

Við tekur fyrirsjáanleg atburðarás þar sem rapparinn, í hlutverki
ævintýrahetjunnar, frelsar ósjálfbjarga prinsessuna úr klóm kærastans.

Hér er um að ræða einskonar myndlíkingu: tölvuleikurinn táknar þann ömurlega veruleika sem fórnarlömb heimilisofbeldis búa við – en auðvitað má spyrja hvort að söguþráðurinn sé ekki hálf klisjulegur?

Fyrir utan fyrirsjáanlegan söguþráð, þar sem stöðluð kynjahlutverk eru í fyrirrúmi, þá er myndbandið stórgott og lagið líka. 

Vitaskuld er Big Sean ekki fyrsti rapparinn til þess að fjalla um heimilis- eða kynferðisofbeldi í textum sínum. Hér fyrir neðan eru þrjú hjartnæm lög á svipuðum nótum:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing