Fréttir
Í morgun (4. október) birti BBC Sport viðtal við hárskerann Justin Carr á Twitter-síðu sinni (sjá hér fyrir ofan).
Í viðtalinu segir Carr að í gegnum tíðina hafi hann klippt marga þekktustu knattspyrnumenn Englands, þar á meðal Kyle Walker, Raheem Sterling, Jamie Vardy, o.fl.
Undir lok viðtalsins rifjar hann svo upp tíma sinn með landsliðinu á EM í Frakklandi:
„Þetta var mikil upplifun fyrir mig: að hitta alla. Það voru allir svo almennilegir. Ég klippti strákana, lét þá líta vel út og gerði þá klára fyrir leikinn … ég klippti þá fyrir leikinn gegn Íslandi.“
– Justin Carr
Fylgjendur BBC Sport á Twitter voru ekki beint ánægðir með þetta innlegg rakarans; fannst sumum þetta lýsandi fyrir einbeitingarleysi enskra knattspyrnumanna: