Auglýsing

Er Netflix að drepa þig?

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtust í The Telegraph í gær eykur margra klukkustunda sjónvarspgláp líkurnar á blóðtappa í lungum.

Japanskir vísindamenn fylgdust grannt með sjónvarpsáhorfi 86.000 einstaklinga á aldrinum 40 til 79 ára frá árunum 1988 til 1990 og höfðu síðan reglulegt eftirlit með þátttakendum næstu 19 árin.

Niðurstöður þeirra sýndu fram á að fyrir hverjar tvær klukkustundir sem einstaklingurinn varði fyrir framan sjónvarpið á hverjum degi jukust líkurnar á lungnablóðreki um 40%.

Þeir þáttakendur sem vörðu fimm eða fleiri klukkustundum fyrir framan sjónvarpið á hverjum degi voru helmingi líklegri til þess að deyja á komandi 19 árum en þeir sem vörðu færri en tveim og hálfum klukkustundum fyrir framan sjónvarpið.

Vísindamennirnir mæla með því að fólk geri sömu ráðstafarnir fyrir langdregið sjónvarpsgláp og fyrir langt flug, þ.e.a.s. að fólk standi upp og gangi í fimm mínútur á hverri klukkustund.

Lungnablóðrek er blóðtappi sem losnar úr æð og fer eftir æðakerfi upp til lungna og vilja forsvarsmenn rannsóknarinnar meina að besta leiðin til þess að forðast slíkt sé að hreyfa sig daglega.

Vísindamennirnir lýstu sérstökum áhyggjum yfir því sem kallast „binge watching“ á ensku (það að horfa á sjónvarpið í margar klukkustundir í senn), sem virðist vera sérstaklega algengt á meðal ungs fólks í dag, en slík hegðun gæti dregið úr langlífi komandi kynslóða til muna.

Sumsé, ef þú ætlar að liggja yfir Stranger Things á Netflix er ágætt að standa upp á milli þátta og ganga eða teygja.

Nánar: https://www.telegraph.co.uk/news/2016/07/25/netflix…

Nánar: https://www.livescience.com/55534-watching-tv-death…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing